top of page
Lykkjan-icon.png

Lykkjan

Margar konur hafa notast við lykkjuna sem getnaðarvörn og hentar það einkum þeim sem fá aukaverkanir af pillunni eða gleyma að taka hana. Misjafnt er hvaða lykkja hentar hverri konu en gott er að leita ráða hjá lækni áður en ákvörðun er tekin.

Lykkjuuppsetning hjá lækni

Gott er að hafa í huga að það þarf að fá lyfseðil fyrir lykkjunni og sækja hana í apótek fyrir tímann. Ef þú hefur ekki þegar fengið lyfseðil getur þú óskað eftir lyfseðli fyrir Mirena hormónalykkju í gegnum þennan hlekk.

 

Læknar: Hanna Lilja Oddgeirsdóttir og Berglind Júlíusdóttir.

Leghálsskimun

Hér getur þú bætt við skimun fyrir leghálskrabbameini.

Samhæfingarstöð krabbameinsskimana býður öllum konum á aldrinum 23-64 ára í skimun fyrir leghálskrabbameini með reglulegu millibili. Sjá nánari upplýsingar hér.

Ef þú hefur fengið boð í skimun á Heilsuveru eða á Ísland.is getur þú komið til okkar og við tökum strok frá leghálsi.  

Strok frá kynfærum/kynsjúkdómatékk

Grunar þig að þú hafir verið útsett fyrir kynsjúkdómasmiti, ert þú með nýjan partner eða vilt þú bara vera viss um að þú sért ekki sjálf smituð? Engar áhyggjur, þú getur komið til okkar og við tökum strok frá leggöngum til að athuga hvort um sýkingu sé að ræða.  

Viðbótarþjónustur

bottom of page