top of page
Writer's pictureHanna Lilja

Leggangaþurrkur og þvagfæraeinkenni

Hormónið estrógen viðheldur heilbrigðri slímhúð í leggöngum og þvagfærakerfi. Það viðheldur raka og teygjanleika og stuðlar auk þess að eðlilegri legganga flóru og verndar gegn ýmsum sýkingum. Á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf, þegar estrógen gildin lækka geta komið fram ýmis óþægindi frá leggöngum og þvagrás. Þessi einkenni geta versnað með tímanum og valda konum oft miklum óþægindum eftir tíðahvörf. Slímhúðir þynnast og verða þurrari og viðkvæmari. Þetta gerist einnig í slímhúðum í þvagrás og þvagblöðru og margar konur fara að finna fyrir óþægindum við þvaglát, tíð þvaglát og jafnvel þvagleka og verða móttækilegri fyrir þvagfærasýkingum. Einkenni geta td verið Sviði, kláði, verkir við samfarir, roði og erting. Í slæmum tilfellum geta konur átt erfitt með að vera í þröngum buxum vegna óþæginda. Góðu fréttirnar eru samt þær að það er til áhrifarík meðferð við þessu.


Staðbundin estrógenmeðferð er mjög áhrifarík við slímhúðarþurrki í leggöngum og þvagrásarkerfi. Þessi meðferð er mjög örugg, eykur ekki hættu á krabbameini eða blóðtappa og óhætt að halda meðferð áfram svo lengi sem hver kona vill og hefur ávinning af meðferðinni. Hægt er að nota hana samhliða hormónauppbótarmeðferð eða eina og sér. Þessi meðferð er lyfseðilskyld og fæst í gegnum lækni, td heimilislækni eða kvensjúkdómalækni. Hægt er að fá töflur sem heita vagifem, sem settar eru upp í leggöng á hverjum degi fyrstu 14 dagana og eftir það 2-3 sinnum í viku. Einnig er hægt að fá mjúkan silikonhring, sem hér heitir estring, sem settur er upp í leggöng og gefur þar frá sér estrógen í 90 daga og því þarf að fjarlægja hann og setja nýjan á þriggja mánaða fresti. Ef kona treystir sér ekki til að skipta sjálf er hægt að fá lækni eða hjúkrunarfræðing td á heilsugæslunni til að fjarlægja þann gamla og setja nýjan hring upp. Það er óhætt að hafa hringinn á sínum stað meðan á samförum stendur en sumum finnst betra að taka hann úr meðan, þá er bara mikilvægt að muna að setja hann upp aftur að loknum samförum. Auk þessa eru til estrógen krem sem hægt er að bera á sig, td ovestin.


Ýmis Rakagefandi krem og sleipiefni geta líka komið sér vel og duga mörgum konum. Þau fást án lyfseðils.



2,750 views0 comments

Recent Posts

See All

Jólastreita

Comments


bottom of page