top of page
Writer's pictureHarpa Lind

Ávinningur hormónauppbótarmeðferðar/HRT


Það eru til ýmsir meðferðarmöguleikar til að bæta líðan kvenna á breytingaskeiði.

Hormónauppbótarmeðferð/HRT er meðferð sem er samsett af hormónum.

Fyrir flestar konur er HRT örugg og áhrifarík meðferð gegn einkennum breytingaskeiðsins.


Fyrsta skrefið er að skrá niður einkennin, Einkennalisti | GynaMEDICA.is. Næsta skref er að leita til heilbrigðisstarfsmanns sem er vel að sér í nýjustu leiðbeiningum breytingaskeiðsmeðferðar og getur hjálpað þér út frá þinni heilsufarssögu að taka upplýsta ákvörðun um ávinning, áhættu og hvaða meðferð hentar best fyrir þig.

Mælt er með því að hefja meðferð með hormónum sem fyrst eftir að fer að bera á einkennum og helst innan 10 ára frá tíðahvörfum. HRT má veita konum á breytingaskeiði sem hafa ennþá reglulegar blæðingar. Einnig má halda meðferð áfram þó kona sé komin fram yfir tíðahvörf, svo lengi sem ávinningurinn er meiri en áhættan. Eldri konur hafa oftast ávinning af því að taka HRT.

Það er mikilvægt að hafa í huga að það er misjafnt hvaða tegund og skammtastærð hentar hverri og einni konu. Sjá nánar Hormónauppbótar-meðferð (gynamedica.is)


HRT getur bætt lífsgæði kvenna til muna með því að slá á einkenni breytingaskeiðsins eins og hita-og svitakóf, skapsveiflur, minnkaða kynlöngun, lið- og vöðvaverki og fleira.


Okkur hjá Gynamedica finnst mjög mikilvægt að konur séu upplýstar um að rannsóknir sýna að HRT hefur einnig jákvæð áhrif á framtíðarheilsu. HRT getur átt þátt í að minnka líkur á á langvinnum sjúkdómum eins og t.d hjartasjúkdómum, beinþynningu, og elliglöpum. Ávinningur HRT er mestur ef byrjað er fyrir tíðahvörf, en það er áður en blæðingarnar hætta alveg, eða a.m.k innan 10 ára frá því að blæðingar hætta.


Hjarta og æðar

Mikilvægt er að huga að mataræði, hreyfingu og lífsstílnum almennt til að minnka líkur á hjarta og æðasjúkdómum. Sjá nánar: Næring á Breytingaskeiðinu (gynamedica.is)

Estrógen hefur verndandi áhrif gegn hjarta og æðasjúkdómum með þeim hætti að það viðheldur heilbrigði æðaveggja sem gerir æðarnar teygjanlegri sem leiðir til þess að blóðflæðið í æðunum verður betra. Þetta hefur jákvæð áhrif á blóðþrýsting. HRT getur hjálpað við að lækka kólesteról.

Það eru rannsóknir sem sýna að konur sem taka HRT eru í minni hættu á hjarta og æðasjúkdómum og þar með talið hjartaáföllum og heilablóðföllum. Þessi ávinningur er mestur ef þú byrjar að taka HRT innan 10 ára frá tíðahvörfum.

Á breytingaskeiðinu þegar gildi estrógens eru mjög sveiflukennd í líkamanum geta konur fundið fyrir hjartsláttartruflunum ss. hraðari og þyngri hjartslætti. Þetta getur valdið miklum áhyggjum hjá konum sem jafnvel gangast undir rannsóknir og fara á lyf á meðan orsökin er mögulega hormónaójafnvægi. Mikilvægt er þó að fara vel yfir þessi einkenni með þínum lækni.


Beinin

Í kringum fertugt fer beinþéttnin minnkandi hjá konum. Við það verða beinin viðkvæmari, minna sveigjanleg og þ.a.l meiri líkur á beinbrotum.

Það er mikilvægt að huga að kalk- og D-vítamín ríku fæði og stunda hreyfingu, sérstaklega styrktarþjálfun til að vinna á móti því beintapi sem verður á þessum tíma.

Estrógen er lykilhormónið í að viðhalda beinþéttni. Á breytingaskeiðinu þegar Estrógen dvínar í líkamanum veikjast beinin á sama tíma.

HRT getur hjálpað til við að fyrirbyggja beinþynningu og jafnvel snúið við því beintapi sem verður þegar estrógen lækkar í kringum breytingaskeiðið og eftir tíðahvörf. Það þýðir að minni líkur eru á beinbroti vegna beinþynningar.


Dementia/Elliglöp

Það eru til rannsóknir sem sýna að konur sem taka rétta tegund af HRT geta minnkað líkurnar á því að þróa með sér Alzheimer sjúkdóminn eða aðrar tegundir af elliglöpum.








1,931 views0 comments

Recent Posts

See All

Jólastreita

Comments


bottom of page